Hvað þarf að gera til að fá vottun?

Prentvæn útgáfa

Vottun hf. kemur yfirleitt að málinu þegar ákveðinni undirbúningsvinnu er lokið. Fyrst þarf að kaupa þann staðal sem fyrirtækið hyggst fá vottun um að uppfylla. Síðan þarf að skoða kröfurnar og skjalfesta þau ferli sem viðkomandi staðall bendir á að þurfi að vera undir stýringu. Á þessu stigi getur verið skynsamlegt eða nausynlegt að leita til ráðgjafa, sem hefur þekkingu og reynslu af að byggja upp stjórnunarkerfi samkvæmt viðkomandi staðli. Þegar reynsla er komin á ferlin er tímabært að hefja vottunarferlið, sem lýst er hér á heimasíðu Vottunar. Í vottunarferlinu er meðal annars skoðað hvort tiltæk eru gögn sem sanna að viðkomandi ferlum er fylgt og því mikilvægt að stjórnunarkerfið hafi verið starfrækt í nokkurn tíma.