Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Algengar spurningar Vottun Hversu langan tíma tekur að fá vottun?

Hversu langan tíma tekur að fá vottun?

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Hversu langan tíma það tekur að fá vottun ræðst aðallega af því hversu vel stjórnunarkerfið hefur verið skjalfest og innleitt. Skjalfesting stjórnunarkerfisins þarf að taka mið af kröfum þess staðals sem votta á eftir og verklagi innan fyrirtæksins. Ef hið skjalfesta verklag fellur ekki nægjanlega vel að núverandi verklagi þá er hætta á að starfsmenn nái ekki hvoru tveggja. Í innleiðingarfasanum þarf því að finna þá stöðu þar sem þetta tvennt fer saman. Hjá sumum fyrirtækjum tekur þetta innan við ár og hjá öðrum mun lengri tíma.

Frá því að vottunarferlið hefst með því að stjórnunarhandbók er skilað inn til yfirferðar þar til vottunin er yfirstaðin getur tekið 6-12 vikur. Dæmi eru um lengri tíma þegar stjórnunarkerfið var ekki tilbúið til vottunar. Hafa þarf í huga að flest fyrirtæki ætla að klára fyrir sumarfrí eða fyrir áramót og því getur verið mikið álag í apríl-maí og október-nóvember.

 

Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439