Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Fréttir Vottanir Breytingar á umfangi vottaðra stjórnunarkerfa

Breytingar á umfangi vottaðra stjórnunarkerfa

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Undanfarið hafa orðið breytingar á umfangi vottunar hjá nokkrum viðskiptavinum Vottunar hf.

Breytingar voru gerðar á skipan sviða hjá Reykjavíkurborg á síðasta ári sem höfðu áhrif á vottun umhverfisstjórnunarkerfis á fyrrum Umhverfis- og samgöngusviði. Eftir breytinguna nær vottunin til allrar skrifstofustarfsemi Umhverfis- og skipulagssviðs, eins og sviðið heitir nú, ásamt starfsemi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Grasagarðs Reykjavíkur, ræktunarstöðvar, útmerkur, Vinnuskóla Reykjavíkur, sorphirðu og meindýravarna.

Hjá Distica hf. hefur sú breyting orðið að vottað gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins nær ekki einungis til innflutnings, umpökkunar, birgðahalds og heildsöludreifingar lyfja heldur hafa heilsuvörur, neytendavörur og vörur fyrir heilbrigðisþjónustu og rannsóknastofur bæst við þá starfsemi sem vottuð er. Rekstur vöruhúss fyrirtækisins í Suðurhrauni í Garðabæ fellur þar með undir vottað gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins.

Fyrirtækið N1 hefur víkkað út vottaða starfsemi sína. Áður náði hún til þjónustustöðvar og reksturs þjónustuverkstæðis að Bíldshöfða 2 í Reykjavík en nú hafa þjónustustöðvar við Hringbraut, Kringlumýrarbraut og Borgartún í Reykjavík og við Háholt í Mosfellsbæ verið felldar undir vottað umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins.

Loks hefur ISAVIA ohf. bætt verkþáttum flugumferðarþjónustu við umfang þeirrar starfsemi sem er innan vottaðs gæðastjórnunarkerfis. Þar með er flugumferðarstjórn, flugupplýsingaþjónusta og viðbúnaðarþjónusta orðinn hluti af vottaðri starfsemi félagsins.

 

 

Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439