Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Fréttir Fyrirtækið Faggildingarúttekt hjá Vottun hf.

Faggildingarúttekt hjá Vottun hf.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 31. maí síðastliðinn fór fram úttekt á vottunarstarfsemi Vottunar hf. í húsakynnum félagsins hjá Nýsköpunarmiðstöð. Úttektin er liður í ferli til faggildingar á starfseminni sem nú stendur yfir. Það er Faggildingarsvið ISAC (Icelandic Board of Technical Accreditation) sem sér um faggildingarvinnuna en sviðið annast faggildingu fyrir hönd íslenskra stjórnvalda skv. lögum nr. 24/2006, um faggildingu o.fl. Til þessa hefur engin starfsemi á sviði vottunar stjórnunarkerfa fengið faggildingu hér á landi.

Faggildingarúttektinni mun ljúka í þessum mánuði með því að úttektarmaður Faggildingarsviðs kemur með í úttektir Vottunar hf. hjá viðskiptavinum hennar og fylgist með vinnubrögðum. Haft verður samband við hlutaðeigandi fyrirtæki til að fá samþykki fyrir þessu fyrirkomulagi.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá úttektarmenn að störfum í Grasagarðinum í Reykjavík, en Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar er með umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað af Vottun hf. Frá vinstri eru Sigurlinni Sigurlinnason frá Faggildingarssviði Einkaleyfastofu, Ari Arnalds frá Vottun hf. og Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg.

 

Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439