Þann 21. september síðastliðinn fékk verkfræðistofan Raftákn ehf. vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. Fyrirtækið var stofnað árið 1976 á Akureyri og hjá því starfa nú um 25 manns í tveimur starfsstöðvum, á Akureyri og í Reykjavík. Raftákn starfar á rafmagnssviði og er rekið í þremur deildum sem eru byggingasvið, iðnaðarsvið og fjarskiptasvið. Nánari upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins er að finna á heimasíðunni www.raftakn.is.