Vottun gæðastjórnunarkerfis Siglingastofnunar Íslands hefur verið breytt. Áður náði hún til útgáfu, áritunar og endurnýjunar á alþjóðlegum atvinnuskírteinum fyrir sjómenn samkvæmt STCW og STCW-F alþjóðasamþykktum, auk svokallaðra skemmtibátaskírteina (ICC). Nýtt vottunarskírteini nær að auki til atvinnukafaraskírteina, útgáfu skírteinis verndarfulltrúa skipa (SSO-skírteini) og ferla vegna skráningar skipa.