Faggildingarúttekt hjá Vottun hf.

Mánudagur, 18. júní 2012 08:18 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Þann 31. maí síðastliðinn fór fram úttekt á vottunarstarfsemi Vottunar hf. í húsakynnum félagsins hjá Nýsköpunarmiðstöð. Úttektin er liður í ferli til faggildingar á starfseminni sem nú stendur yfir. Það er Faggildingarsvið ISAC (Icelandic Board of Technical Accreditation) sem sér um faggildingarvinnuna en sviðið annast faggildingu fyrir hönd íslenskra stjórnvalda skv. lögum nr. 24/2006, um faggildingu o.fl. Til þessa hefur engin starfsemi á sviði vottunar stjórnunarkerfa fengið faggildingu hér á landi.

Faggildingarúttektinni mun ljúka í þessum mánuði með því að úttektarmaður Faggildingarsviðs kemur með í úttektir Vottunar hf. hjá viðskiptavinum hennar og fylgist með vinnubrögðum. Haft verður samband við hlutaðeigandi fyrirtæki til að fá samþykki fyrir þessu fyrirkomulagi.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá úttektarmenn að störfum í Grasagarðinum í Reykjavík, en Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar er með umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað af Vottun hf. Frá vinstri eru Sigurlinni Sigurlinnason frá Faggildingarssviði Einkaleyfastofu, Ari Arnalds frá Vottun hf. og Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg.