Vottun gæðastjórnunarkerfis Framkvæmdasýslunnar

Fimmtudagur, 07. mars 2013 00:00 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fengið vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. samkvæmt ÍST EN ISO 9001 staðli. Framkvæmdasýslan er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðuneytið og fer með stjórn ákveðins hluta verklegra framkvæmda af hálfu ríkisins. Stofnunin veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum einnig ráðgjöf um byggingatæknileg málefni og undirbúning framkvæmda. Hlutverk stofnunarinnar er að vera leiðandi afl á sviði verklegra, opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Bergljótu S. Einarsdóttur gæðastjóra FSR (t.v.) og Halldóru Vífilsdóttur aðstoðarforstjóra FSR (t.h.) halda á vottorði Framkvæmdasýslunnar. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á heimasíðu hennar.