Vottun stjórnsýslusviðs Kópavogsbæjar

Föstudagur, 22. júní 2012 10:48 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Stjórnsýslusvið Kópavogsbæjar hefur fengið gæðastjórnunarkerfi sitt vottað hjá Vottun hf. Auk stjórnsýslu sinnir sviðið margvíslegri þjónustu við önnur svið bæjarfélagsins, svo sem varðandi fjármál, starfsmannamál, lögfræðileg málefni, skjalastjórnun, upplýsingatækni og gæðamál. Rekstur þjónustuvers er einnig hluti af hinni vottuðu starfsemi sviðsins.

Upphafleg tillaga að gæðakerfi fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar var samþykkt í bæjarráði í júlí 2008 og var gæðastefnan samþykkt í bæjarstjórn í mars 2010. Gæðahandbók var svo staðfest í febrúar 2011 og hefur innleiðing kerfisins staðið yfir síðustu misseri.

Myndin hér að neðan er tekin við afhendingu vottorðsins. Frá vinstri eru Páll Magnússon bæjarritari, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Ari Arnalds frá Vottun hf.