Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Fréttir
Fréttir af starfsemi Vottunar hf.

Vottun Sorpu

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Byggðasamlagið Sorpa hefur fengið vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. Sorpa er fyrsta íslenska fyrirtækið á sviði úrgangsstjórnunar sem fær vottun samkvæmt ISO 9001 gæðastjórnunarstaðli. Vottun Sorpu nær til allra starfsstöðva félagsins, en þar er m.a. fengist við móttöku, meðhöndlun, vinnslu og urðun úrgangs, framleiðslu á metani ásamt hönnun og þróun á aðferðum og búnaði tengdum metannotkun og við sölu á endurvinnsluefnum (Góði hirðirinn). Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má fá á heimasíðu þess, www.sorpa.is.

 

 

Umhverfisvottun VSÓ ráðgjafar ehf.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 17. desember 2010 hlaut fyrirtækið VSÓ ráðgjöf ehf. vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sitt samkvæmt ISO 14001 hjá Vottun hf. en það er auk þess með vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 staðli. Bæði stjórnunarkerfin ná til alllra þátta í starfseminni, þ.e. hönnunar, eftirlits og ráðgjafar á sviði byggingar-, rafmagns- og vélaverkfræði og umhverfis-, samgöngu- og skipulagsmála, auk verkefnisstjórnunar, áætlanagerðar og eftirlits með mannvirkjagerð.

VSÓ ráðgjöf ehf. var stofnað 1958 og eru starfsmenn rúmlega 40 talsins. Auk þess að starfa á Íslandi þá er fyrirtækið viðurkennd verkfræðistofa í Noregi. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu þess.

 

Þjónustustöð N1 með vottað umhverfisstjórnunarkerfi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þjónustustöð og verkstæði N1 við Bíldshöfða 2 hefur fengið vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sitt skv. ISO 14001 staðli. Um er að ræða þjónustustöð sem selur eldsneyti, smurefni, bílatengdar efnavörur og matvöru og þjónustuverkstæði með smurstöð, hjólbarðaverkstæði, almennu verkstæði og sölu á bílatengdum efnavörum. Þetta er fyrsta þjónustustöð og eldsneytissala sem fær slíka vottun á Íslandi. Stöðin býður auk hefðbundins eldsneytis upp á bæði metan- og bíódísel-eldsneyti. Þar er fært grænt bókhald og endurnýting er í hávegum höfð.

 

 

Gæðastjórnunarkerfi Strendings ehf.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 14. júní síðastliðinn hlaut Strendingur ehf. - verkfræðiþjónusta vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt skv. ISO 9001 staðli. Fyrirtækið hefur unnið að því undanfarin ár að byggja kerfið upp en það nær til alhliða verkfræðiþjónustu og ráðgjafar á sviði mannvirkjagerðar, reksturs mannvirkja, útboða og samningagerðar. Strendingur er 15 ára gamalt fyrirtæki og hjá því starfa 10 manns. Sjá nánar heimasíðu félagsins.

 

 



Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439